HHauksson

Weckman stálklæðningar

Hvort sem þú ert að byggja nýtt hús eða endurnýja þá er stálklæðning frá Weckman Steel rétta valið. Weckman Steel hefur klætt íslensk hús í yfir 35 ár og er þekkt fyrir góða endingu, hagkvæm verð og stuttan afgreiðslutíma.
H. Hauksson býður uppá stálklæðningar frá Weckman steel sem framleiðir klæðningar úr Greencoat.
Greencoat er litað stál framleitt af SSAB fyrir sérstaklega krefjandi aðstæður. Klæðningin er varin af húð unnin úr sænskri repjuolíu og hefur gengið í gegnum áratugalangt þróunarferli til að tryggja sem bestu endingu.

Weckman steel

Klæðning sem þolir íslenskar aðstæður

HVAÐ ER GREENCOAT®?

Greencoat® er umhverfisvænt litað stál framleitt af SSAB sem hefur verið þróað og prófað til að þola þær sérstaklega erfiðu aðstæður sem við þekkjum svo vel hér á landi.

ÚTFJÓLUBLÁ GEISLUN

Útfjólublá geislun aflitar og eyðileggur bæði húðun og stál með tíð og tíma. Greencoat er með hæstu mögulegu einkunn í þoli gagnvart slíkri geislun.

Einkunn 5/5 RcuV

TÆRING

Veður, selta, snjór og aðrir umhverfisþættir hafa tærandi eiginleika. Greencoat® er með hæstu mögulegu einkunn í tæringarþoli.

Einkunn: 5/5 RC

Weckman steel

Formgerðir

Bárujárn

Báran er eitt elsta form klæðninga hér á landi og er algengasta klæðningarefni á Íslandi. Það er bæði hægt að nota til klæðningar á þak og veggi og bæði innanhúss og utan. Þegar klæða skal veggi er hægt að nota báruplötur bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu (standandi eða liggjandi).

Trapisustál

Trapisa er notuð sem klæðning bæði á veggi og þök. Hægt er að nota trapisu bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu þegar klæða skal veggi.

Stallað þakstál - Flísastál

Stallað þakstál í klassísku þaksteinsmunstri. Með því nota stallað stál fæst falleg og skemmtileg lausn á þakklæðningu á sérhverja byggingu, sérstaklega þær sem er ætlað að skera sig úr í útliti. Styrkur og ending Weckman þakstáls er mikill en það er heitgalvaniserað og lakkað með veðurþolnu polyesterlakki og er fáanlegt í mörgum litum. Mjög auðvelt er að skara plötur saman.

Læstar stálklæðningar

Tímalausar stálklæðningar sem henta einstaklega vel sem þakklæðning eða veggjaklæðning. Læst þök eða veggir eru hvorki skrúfuð né negld í gegnum efnið sem gerir þau að einstakri og góðri lausn á þakið.

Þakklæðning W-2

W-2 er klassísk þakklæðning sem var hönnuð árið 1967. Stílhrein hönnunin færir þakinu rólegt yfirbragð.

Veggklæðning W-15

W-15 er klassísk veggklæðning

Stálklæðningar með rakavörðum dúk

Efnishúðun á stálklæðningar sem veitir virka vörn gegn rakamyndun á neðri hlið þakplatna.

Áfellur / Flassningar

Hér er að finna yfirlit af okkar helstu áfellum H. Hauksson býður viðskiptavinum sínum einnig upp á sérsmíði á öllum áfellum og öðrum fylgihlutum sem þarft til klæðninga áa húsum.

Fáðu nánari upplýsingar hjá sölu- og tæknimönnum hjá H. Hauksson.