Stálklæðningar
Weckman Steel

Trapisa 20

Trapisa 20 er trapisuvölsuð plata 20mm á hæðina. Trapisan er notuð til að klæða veggi og er hún klædd bæði lárétt og lóðrétt. Platan er 1,135 m breið en klæðir 1,10 m þegar hún hefur verið sköruð.

Trapisa 20

Efni: Stál

Heildar breidd: 1135mm

Lögð breidd 1100mm

Þykkt: 0,45/0,5/0,6/0,7

Hæð prófíls: 20mm

Tegund: Vegg- og þakklæðning

Mælt er með að nota 10-12 festingar (nagla eða skrúfur) þegar festa skal trapisuplötur á veggi. Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra.

Trapisa 20 er framleitt í verksmiðju Weckman Steel í Finnlandi.

Linkar á pdf skjöl með leiðbeiningum fyrir uppsetningu

Litir

Hér fyrir neðan má sjá litaúrvalið sem Weckman Steel býður uppá í stálklæðningum.

Áfellur - Flassningar

Í blikksmiðju Weckman Steel eru framleiddir fylgihlutir og áfellur til notkunar við þak- og utanhússklæðningar. Talsvert úrval staðlaðra fylgihluta er í boði auk þess sem mikið er smíðað af sérsmíðuðum fylgihlutum eftir teikningum frá viðskiptavinum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit af helstu áfellur Weckman Steel.

Weckman Steel

Fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt stálgrindarhús, stálklæðningar og vinnuvélavagna í yfir 60 ár og hefur verið samstarfsaðili H. Hauksson frá stofnun fyrirtækisins. Vörur fyrirtækisins hafa skapað sér nafn hér á landi fyrir gæði sín, þol og áreiðanleika.