Trapisa 20 er trapisuvölsuð plata 20mm á hæðina. Trapisan er notuð til að klæða veggi og er hún klædd bæði lárétt og lóðrétt. Platan er 1,135 m breið en klæðir 1,10 m þegar hún hefur verið sköruð.
Trapisa 20
Efni: Stál
Heildar breidd: 1135mm
Lögð breidd 1100mm
Þykkt: 0,45/0,5/0,6/0,7
Hæð prófíls: 20mm
Tegund: Vegg- og þakklæðning
Mælt er með að nota 10-12 festingar (nagla eða skrúfur) þegar festa skal trapisuplötur á veggi. Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra.
Trapisa 20 er framleitt í verksmiðju Weckman Steel í Finnlandi.
Linkar á pdf skjöl með leiðbeiningum fyrir uppsetningu
Weckman Steel
Fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt stálgrindarhús, stálklæðningar og vinnuvélavagna í yfir 60 ár og hefur verið samstarfsaðili H. Hauksson frá stofnun fyrirtækisins. Vörur fyrirtækisins hafa skapað sér nafn hér á landi fyrir gæði sín, þol og áreiðanleika.