Weckman stálklæðningar
Hvort sem þú ert að byggja nýtt hús eða endurnýja þá er stálklæðning frá Weckman Steel rétta valið. Weckman Steel hefur klætt íslensk hús í yfir 35 ár og er þekkt fyrir góða endingu, hagkvæm verð og stuttan afgreiðslutíma.
H. Hauksson býður uppá stálklæðningar frá Weckman steel sem framleiðir klæðningar úr Greencoat.
Greencoat er litað stál framleitt af SSAB fyrir sérstaklega krefjandi aðstæður. Klæðningin er varin af húð unnin úr sænskri repjuolíu og hefur gengið í gegnum áratugalangt þróunarferli til að tryggja sem bestu endingu.
Klæðning sem þolir íslenskar aðstæður
HVAÐ ER GREENCOAT®?
Greencoat® er umhverfisvænt litað stál framleitt af SSAB sem hefur verið þróað og prófað til að þola þær sérstaklega erfiðu aðstæður sem við þekkjum svo vel hér á landi.
ÚTFJÓLUBLÁ GEISLUN
Útfjólublá geislun aflitar og eyðileggur bæði húðun og stál með tíð og tíma. Greencoat er með hæstu mögulegu einkunn í þoli gagnvart slíkri geislun.
Einkunn 5/5 RcuV
TÆRING
Veður, selta, snjór og aðrir umhverfisþættir hafa tærandi eiginleika. Greencoat® er með hæstu mögulegu einkunn í tæringarþoli.
Einkunn: 5/5 RC
Formgerðir