HHauksson

Paneltech yleiningar

Yleiningar eða samlokueiningar eru algeng og mjög hentug lausn í útveggja, milliveggja og þaklæðningar í ýmsar gerðir bygginga. H. Hauksson selur yleiningar fyrir allar gerðir bygginga bæði með steinullar og PIR (Polyurethane) kjarna. Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum.

Hagkvæm og öflug lausn

Yleiningar eða samlokueiningar eru fullfrágengnar plötur með stáli á báðum hliðum fóðraðar með steinull eða PIR (Polyurethane). Fyrir utan lágt verð á hvern fermetra er margfalt fljótlegra að klæða hús með yleiningum. Yleiningar þurfa lítið sem ekkert viðhald, er auðvelt að þrífa og standast auðveldlega útlitssamanburð við hefðbundnar klæðningar. Einingarnar er hægt að fá í 40 til 260 mm þykkt og uppí 16m á lengd. Einingarnar eru líka myglulausar og endingargóðar og einstaklega hagkvæmar miðað við svipaða kosti.

Hannað eftir þínum þínum þörfum og stöðlum

Yleiningarnar eru sniðnar fyrir hvert verkefni fyrir sig. Við gerum tilboð heildarlausn hvers verkefnis en í því felst tilboð í viðeigandi yleiningar, áfellur og festingar, ásamt hönnun eininganna á bygginguna. Allt sem þarf eru málsetningar eða teikningar og við hönnum yleiningarnar á bygginguna. Sendu okkur teikningar eða fyrirspurnir á netfangið [email protected]

Helstu kostir yleininga eru:

  • Hagkvæmni
  • Margfaldur byggingahraði
  • Lágmarksviðhald
  • Raka- og vindþéttni
  • Góð einangrun
  • Auðveldar í meðhöndlun
  • Auðveld þrif
  • Smekklegt útlit og ýmsir útlitsvalkostir
  • Sérhönnuð lausn fyrir hverja byggingu
Val á réttu klæðningunni

Við val á klæðningu er að ýmsu að hyggja. Klæðningin þarf að uppfylla kröfur kaupanda og byggingareglugerða um einangrunargildi, brunavarnir og hljóðvist sem dæmi. Þá eru í boði margs konar útfærslur á t.d. útliti klæðninga, liti og þykkt húðunar. H. Hauksson gerir tilboð í heildarlausn hvers verkefnis en í því felst tilboð í viðeigandi klæðningar, áfellur og festingar, ásamt hönnun klæðningar á bygginguna.

PIR kjarna yleiningar

PIR kjarna yleiningar eru stálsamlokueiningar með PIR (polyisocyanurate) einangrun. Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum. Þær eru hagvæmari kostur en steinullareiningar þar sem þær hafa mjög hátt einangrunargildi eða allt að tvöfalt meira en steinullar yleiningar. PIR yleiningar eru þéttari í sér og eru auðveldar í meðhöndlun.

Steinullar kjarna yleiningar

Steinullareiningar eru stálsamlokueiningar með steinullareinangrun. Einingarnar eru fullfrágengnar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum. Steinullar yleiningar henta vel þar sem kröfur um brunavörn eru miklar og eru einnig góður kostur þegar huga þarf sérstaklega að hljóðvist.

Fáðu nánari upplýsingar hjá sölu- og tæknimönnum hjá H. Hauksson.