140-250cm breiðar grjóthrífur – steinaskóflur.
Skáskorinn oddur á tindunum auðveldar hleðslu grjóti. Upphækkun á frambrún kemur í veg fyrir að grjót detti úr skóflunni.
Teinar þykkt 30mm
Bil milli teina 80mm
Þver bitar á ramma RHS stál stærð 90 x 50mm
Dýpt 96cm
Hæð 62 cm
CAMION 140
CAMION 170
CAMION 210
CAMION 250
Jykeva
Finnska fyrirtækið Jykeva var stofnað af bóndanum Heikki Alakortes árið 1970 þegar hann byrjaði að smíða flaghefla í vélageymslunni sinni fyrir bændur á nágrannasveitum. Gæðin og styrkur flagheflana spurðust fljótt út og fljótlega bættust fleiri vörur við. Í dag er fyrirtækið rekið af Janne Alakortes syni Heikki og selur flaghefla um allan heim. Allar vörur fyrirtækisins eru hannaðar og framleiddar útfrá sömu stefnunni; Ef þú smíðar vélarnar eins og þú vilt hafa þær, munu þær örugglega endast!