Sterkir brettagafflar úr styrktu heavy duty stáli. Lyfting, hleðsla, stöflun – lyftaragafflarnir frá Camion aðstoða þig við að koma miklu í verk á skemmri tíma. Lyftaragafflarnir eru sérlega traustir og afar endingargóðir, því Camion leggur mikla áherslu á sterka byggingu og nota til þess bestu fáanlegu hráefnin við smíðarnar.
Burðargeta 5 tonn
Rammi: Breidd 150cm Hæð 50cm
Gafflar: Lengd 150 x Breidd 12,5 x Þykkt 5 x Hæð 65cm
Þyngd: 300 kg
Mögulegt er að panta allar festingar á tækin frá Camion
Verð:
Kr. 220.000 án vsk
Kr. 272.000 með vsk
Camion
Finnska fyrirtækið Camion var stofnað af bændunum Yrjö, Ismo og Vesa-Matti Keskimäki árið 1993 þegar þeir byrjuðu að smíða og selja landbúnaðartæki til nágranna sinna í sveitinni. Næsta kynslóð er tekin við stjórnartaumunum en fyrirtækið einbeitir sér enn að sölu til bænda og er í stöðugri vöruþróun í samvinnu við viðskiptavini sína og þær krefjandi aðstæður sem bændur í Finnlandi vinna við.