Traustur samstarfsaðili bænda í 30 ár

H. Hauksson er fjölskyldufyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 1994 og fagnað því 30 ára afmæli árið 2024. Á þessum tíma hefur fyrirtækið eignast stóran hóp traustra viðskiptavina. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu. Frá upphafi hefur fyrirtækið haft þá stefnu að bjóða góðar vörur á góðu verði. Sá árangur hefur náðst með hagkvæmum innkaupum, áralöngu og traustu sambandi við byrgja, lítilli yfirbygginu og lágri álagningu.

Við leggjum áherslu á vandaðar vörur frá þekktum framleiðendum þar sem gæði og ending er hafður í fyrirrúmi. H. Hauksson er í samstarfi við fjölmarga flutningsaðila og getur boðið hagstætt verð á flutning hvert á land sem er.

Fyrirtækið er enn í eigu sömu fjölskyldunnar og stofnaði það og hefur alltaf verið rekið á sömu kennitölunni.

Framkvæmdastjóri H. Hauksson er Haukur Hauksson.

Kennitala 621194-2169
Virðisaukaskattnúmer 44720
H. Hauksson, Ögurhvarfi 8, 203 Kópavogi
Sími 588 1130