Stálklæðningar
Weckman Steel

Bára klassísk 18/76

Klassíska báruformið kallast 18/76, sem þýðir að hæðin á bárunni er 18mm og breidd hverrar báru er 76 mm. Bárujárnið er bæði hægt að nota til klæðningar á loft og veggi. Bæði innanhúss og utanhúss.

Bára 18/76

Efni: Stál

Heildar breidd: 1120mm

Lögð breidd:

  • Veggir: 1064mm
  • Þak: 988mm

Þykkt: 0,45/0,5/0,6

Hæð prófíls: 18mm

Breidd prófils: 76mm

Tegund: Vegg- og þakklæðning

Þegar klæða skal veggi er hægt að nota báruplötur bæði sem lárétta og lóðrétta klæðningu (standandi eða liggjandi).

Þegar járn er fest á þak er mælt með að nota 12-14 festingar (þaksaum eða skrúfur) á hvern fermetra. Ef bárujárn er notað til að klæða á veggi eru notaðar 10-12 festingar á fermetra. Bárujárnið er framleitt í verksmiðju Weckman Steel í Finnlandi.

Linkar á pdf skjöl með leiðbeiningum fyrir uppsetningu

Litir

Hér fyrir neðan má sjá litaúrvalið sem Weckman Steel býður uppá í bárujárni.

Weckman Steel

Fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt stálgrindarhús, stálklæðningar og vinnuvélavagna í yfir 60 ár og hefur verið samstarfsaðili H. Hauksson frá stofnun fyrirtækisins. Vörur fyrirtækisins hafa skapað sér nafn hér á landi fyrir gæði sín, þol og áreiðanleika.