Fóðrunarskófla með yfirgreip
Þetta er tæki sem er allt í senn fóðurskeri, fóðurblandari og fóðrunartæki. Með því að keyra skófluna inn í votheysstæðu og keyra skerann niður er tekinn dágóður skammtur með heim í útihús. Sniglar í skóflunni bæði blanda fóðrið og skera það niður. Hægt að opna hliðarsleða á skóflunni hvort sem ert til hægri eða vinstri og dreifa fóðrinu á fóðurganginn.