Flagheflar
Jykeva

Flaghefill – Snjótönn 300cm

Flaghefill sem nýtist vel við flagjöfnun, sléttingu malarslóða, heimreiða og plana, snjóruðning og svellsköfun. Tengist á þrítengi dráttarvélar, hannað með HMV eða þríhyrningstengi í huga, jafnt framan og aftan.

Hægt er að snúa blaðinu 360° með vökvatjakk og þar með draga það eða ýta og fá fram fjölhæfa vinnslu. Stór stuðningshjól með stillanlegri hæð tryggja betri jöfnunareiginleika. Vökvastilling á hliðarfærslu eykur á sveigjanleika og fjölhæfni þar sem notandi stjórnar staðsetningu hefilsins  við dráttarvélina á ferð.

Þyngd 1,1 tonn

Stærð á blaði: 300 x 65 cm

Dekk: 155R13 (hæð ca 500 mm.)

Body beam stærð: 300 x 200 x 10 mm

Verð:

Kr. 887.000 án vsk.

Kr. 1.100.000 með vsk.

Staðalbúnaður
Aukabúnaður

Jykeva

Finnska fyrirtækið Jykeva var stofnað af bóndanum Heikki Alakortes árið 1970 þegar hann byrjaði að smíða flaghefla í vélageymslunni sinni fyrir bændur á nágrannasveitum. Gæðin og styrkur flagheflana spurðust fljótt út og fljótlega bættust fleiri vörur við. Í dag er fyrirtækið rekið af Janne Alakortes syni Heikki og selur flaghefla um allan heim. Allar vörur fyrirtækisins eru hannaðar og framleiddar útfrá sömu stefnunni; Ef þú smíðar vélarnar eins og þú vilt hafa þær, munu þær örugglega endast!