HHauksson
Weckman stálgrindarhús
H. Hauksson hefur í yfir 30 ár boðið upp á vandaðar heildarlausnir í stálgrindarhúsum frá Weckman Steel sem þekkt er fyrir framúrskarandi gæði á heimsvísu. Á þessum árum höfum við selt á fimmta hundrað stálgrindarhúsa til viðskiptavina um allt land með mjög góðum árangri. Weckman sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og samsetningu margs konar forsmíðaðra stálgrindvirkja og bygginga. Allt unnið eftir þörfum viðskiptavina.
Traust smíði og auðveld uppsetning
Teikningar unnar af fagmönnum
Við erum í nánu samstarfi við öflugar verkfræðistofur sem vinna með viðskiptavinum okkar að því færa fyrstu hugmyndir sínar yfir í grunnmyndir og 3D módel teikningar. Verkfræðingarnir okkar vinna svo áfram með viðskiptavinum að umsóknum fyrir byggingaleyfi ásamt teikningum af sökli, plötu og vinnuteikningum (burðarþolsteikningum).
Byggt fyrir íslenskar aðstæður
Við höfum unnið með Weckman Steel allt frá stofnun H. Hauksson eða í yfir 30 ár. Á þeim tíma höfum við byggt yfir 500 stálgrindarhús á Íslandi. Stálgrindarhúsin eru smíðuð í Finnlandi við hámarksgæðaeftirlit og öll framleiðsla er CE merkt. Húsin frá Weckman Steel eru aðlöguð að íslenskum aðstæðum, íslensku veðurfari og uppfylla allar álagsforsendur. Burðarþolsútreikningar allra húsa taka mið af íslenskum aðstæðum hvað varðar vind- og snjóálag sem og íslenskum byggingareglugerðum.
Stuttur byggingartími
Stálgrindarhús bjóða upp á mikla möguleika og eru sérstaklega auðveld og fljótleg í uppsetningu, sem skilar sér í mun lægri byggingarkostnaði. Stálgrindarhús eru sérlega góður kostur þegar byggja á stór súlulaus rými og henta vel í margs konar atvinnu- og tómstundahúsnæði s.s. iðnaðar- og/eða geymsluhúsnæði, vöruhús, íþróttahallir, flugskýli, flugvelli, verslunarmiðstöðar og ýmis konar húsnæði fyrir landbúnaðinn.
Við val á klæðningu er að ýmsu að hyggja. Klæðningin þarf að uppfylla kröfur kaupanda og byggingareglugerða um einangrunargildi, brunavarnir og hljóðvist sem dæmi. Þá eru í boði margs konar útfærslur á t.d. útliti klæðninga, liti og þykkt húðunar. H. Hauksson gerir tilboð í heildarlausn hvers verkefnis en í því felst tilboð í viðeigandi klæðningar, áfellur og festingar, ásamt hönnun klæðningar á bygginguna.