Við bjóðum uppá vandaðar heildarlausnir í stálgrindarhúsum frá Weckman Steel. Á þessum árum höfum við selt á fimmta hundrað stálgrindarhúsa til viðskiptavina um allt land með mjög góðum árangri.
Hvort sem þú ert að byggja nýtt hús eða endurnýja þá er stálklæðning frá Weckman Steel rétta valið. Weckman Steel hefur klætt íslensk hús í yfir 35 ár og er þekkt fyrir góða endingu, hagkvæm verð og stuttan afgreiðslutíma.
H. Hauksson hefur mikla reynslu og þekkingu á byggingu límtrésbygginga og nýtur til þess stuðnings öflugra birgja og samstarfsaðila. Límtré og límtréshúsin sem H. Hauksson býður uppá frá Versowood eru hús sem fá mýkt og styrk límtrésins til að njóta sín í ótrúlegum gæðum. Hægt er að hanna byggingar sem henta sem gripahús, reiðhallir, íþróttamannvirki, lagerhúsnæði eða verksmiðjur.
Sturtuvagnarnir frá Weckman Steel eru mest seldu sturtuvagnarnir á Íslandi. Vagnarnir auka skilvirkni við framleiðslu og flutninga og henta vel fyrir bændur, verktaka, sveitarfélög og fleiri aðila sem þurfa á varanlegum, öruggum og þægilegum vögnum að halda.
Í yfir aldarfjórðung höfum við haft það að markmiði að byggja upp traust fjölskyldufyrirtæki með býður uppá vandaða og viðurkennda vörur á hagstæðu verði frá þekktum framleiðendum þar sem byggt hefur verið áralangt og traust samband.
Fyrirtækið er enn í eigu sömu fjölskyldunnar og stofnaði það og hefur alltaf verið rekið á sömu kennitölunni.
Við notum vefkökur
Vafrakökur eru meðal annars notaðar til að greina hegðun gesta, bæta vefinn og birta sérsniðið efni
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Við notum Google Analytics til að safna tölfræðigögnum, sem felur í sér upplýsingar um hvernig þú ferð um vefsíðuna, hvaða síður eru mest skoðaðar, og hverjir komast inn á síðuna. Þessi gögn eru notuð til að bæta vefupplifunina.
Gögnin sem Google Analytics safnar eru nafnlaus og innihalda ekki persónugreinanlegar upplýsingar. Frekari upplýsingar má finna í Persónuverndarstefnu Google Analytics.